Einstaklega falleg og vönduð sníðaskæri sem einfalda fráganginn á macramé verkunum til muna. Hægt er að taka skærin í sundur, herða upp á þeim og brýna eftir þörfum.
Skærin koma í fallegum umbúðum og taupoka sem við sáum fyrir okkur sem hinn fullkomna geymslustað þegar þau eru ekki í notkun. Líkurnar á því að einhver annar en eigandinn noti skærin til þess að klippa t.d. pappír minnka töluvert þegar skærin eru lokuð í pokanum ;)
Stærð: 23cm
Litur: Svört