Langar þig að læra macramé og hnýta þitt eigið blómahengi eða vegghengi?
Næsta námskeið fer fram á Hótel Egilssen, Stykkishólmi, þann 6. desember og stendur yfir frá kl. 11:00-14:00.
Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuhnútana í macramé og þátttakendur hnýta sitt eigið vegghengi eða blómahengi.
Þátttakendur fá allir byrjendasett sem inniheldur bókina Macramé, hnútar og hengi og allt sem þarf til að gera 2-3 uppskriftir úr bókinni.
Verð 13.900.-
Hlýjar kveðjur,
Ninna