Beltishnútur - Myndband

Í þessu myndbandi sýni ég hvernig beltishnúturinn er gerður en hann má gera á fjölmarga vegu. Hann getur t.d. verið einfaldur, tvöfaldur, þrefaldur, á ská, í beinni línu eða jafnvel í sveig. Ég nota hann oft þegar ég er að byrja á vegghengi en þá geri ég beina línu þvert eftir viðarstönginni. Við það verða kaðlarnir jafnir á stönginni og stöðugri. 
Þið megið endilega deila með mér hér á neðan hvernig ykkur finnst best að nota beltishnútinn :)
Hlýjar kveðjur,
Ninna

Leave a comment